Bieber+trú

Á Vísi má lesa skemmtilega frétt um nýja BA-ritgerð í guðfræði þar sem ritúöl aðdáenda Justin Bieber eru greind út frá hlutverkaskilgreiningum á trúarbrögðum. Trú mætir menningu!

One response

  1. Sigurður Ingólfsson Avatar
    Sigurður Ingólfsson

    Í þessu samhengi má kannski velta fyrir sér því sem ég hef stundum sagt (hugsanlega til að kasta dulítilli sprengju inn í umræður) hvernig talað er um hinn nýjasta og stærsta guð sem heitir Markaðurinn. Það er stundum merkilegt að hlusta á orðræða þeirra sem eru æðstuprestarnir í þeim söfnuði sem tilbiður þennan guð, þegar orðtök sem yfirleitt voru notuð um Guð eru notum um Markaðinn, „Ef Markaðurinn leyfir…markaðurinn segir okkur…markaðurinn bara leyfir ekki…“ og svo framvegis. Svolítið spúkí pæling, ég veit en verð umhugsunar, finnst mér.

    Kveðja,
    Siggi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.