Gleðidagur 47: Börnin

Börnin okkar
Tómas Viktor, Jakob Agni, Unnur, Heiðbjört Anna, Guðrún María og Elísabet

Aðra hverja helgi erum öll börnin okkar hjá okkur. Þá er hátíð í bæ og mikið líf í húsinu. Í október á síðasta ári fórum við með skarann okkar til ljósmyndara sem tók þessa góðu mynd af þessum undursamlega fallegu börnum. Það er mikilvægt að eiga fallegar myndir af börnunum sínum því góð ljósmynd er lykill að minningafjöld.

Á fertugasta og sjöunda gleðidegi erum við glöð og þakklát fyrir börnin okkar öllsömul sem sem hvert og eitt bæta svo miklu við lífið og gera það dýpra, betra og magnaðra.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.