Á Móskarðahnúkum

Gengið á Móskarðahnúka

Þorgrímur Daníelsson, prestur á Grenjaðarstað, ætlar að ganga á þrjátíu tinda í ágúst. Tilefnið er söfnun þjóðkirkjunnar fyrir nýjum línuhraðli á Landspítalanum. Ég átti þess kost að ganga með honum á Móskarðahnúka fyrr í mánuðinum og tók þá þessa mynd af honum þar sem hann gekk niður af hæsta tindinum. Þorgrímur er mikill göngugarpur og það er gaman að fylgjast með honum í þessu verkefni.

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.