Feður gegn feðraveldi

Jafnréttið byrjar heima. Allar stúlkur eiga föður, og afa, margar bræður og syni. Hvaða faðir vill ekki dóttur sinni vel? Enginn, hefði ég haldið. Það er mikilvægt að feður leggi dætrum sínum lið í mannréttindabaráttu hvar í heiminum sem er, feður og afar, frændur, bræður og synir. Barátta kvenna um heim allan hefur skilað miklum árangri. Henni lýkur hins vegar ekki, og getur ekki lokið, án feðra, bræðra og sona. Saman leggjum við Feðraveldið að velli og byggjum nýtt samfélag.

Auður Styrkársdóttir í Konudagsmessu

In

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.