Gleðidagur 13: Sólirnar

Veðurstofan segir

Veður.is er einn af uppáhaldsvefjunum okkar. Þar fæst innsýn í það hvernig veðrið verður – eða gæti orðið – næstu daga. Svona átti veðrið að vera á hádegi í dag. Kannski rætist það, kannski ekki. Í öllu falli vekur það gleði að sjá svona margar sólir á Íslandskortinu.

Á þrettánda gleðidegi þökkum við fyrir Veðurstofuna og sólina sem yljar hug, hjarta og húð. Njótið dagsins.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.