Gleðidagur 14: Skírnarbörnin

Skírnarfontur

Í dag fáum við hjónin að skíra tvö börn. Þá er alltaf hátíð í kirkju og fjölskyldu. Við hverja skírn lesum við oft stuttan texta úr Markúsarguðspjalli:

Menn færðu börn til Jesú að hann snerti þau en lærisveinarnir átöldu þá.Þegar Jesús sá það sárnaði honum og hann mælti við þá: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég ykkur: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn mun aldrei inn í það koma.“ Og Jesús tók þau sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark 10.13-16)

Á fjórtánda gleðidegi viljum við þakka fyrir börnin öll sem eru vatni ausin, nefnd og þess beðið að Guð riti nafnið þeirra í lífsins bók. Það er falleg tjáning á ást og von.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.