Gleðidagur 15: Gulleggið

Egg leika stórt hlutverk á páskunum og reyndar líka í matreiðslu hversdagsins. Öll notum við egg í einhverju formi, í bakstri, soðin, steikt, hrærð, spæld. Egg úr hamingjusömum hænum sem fá að vappa og lifa í náttúrunni af og til, í staðinn fyrir að eyða ævinni í þröngum vírbúrum, eru sannkölluð ofurfæða – fullt hús matar eins og sagt var í gamla daga.

Af því að við hjónin erum örlitlir eldhúsnördar fylgjumst við með hlutum á netinu sem tengjast mat og matargerð. Á fimmtánda gleðidegi viljum við deila með ykkur afskaplega einfaldri – en framandi – aðferð til að matreiða egg. Hún felst í því að hræra eggið inni í skurninni áður en það er brotið.

Með rétta hristingnum hrærist eggið í skurninni og hvítan og rauðan blandast. Síðan er eggið soðið á venjulegan hátt og þegar skurnin er plokkuð utan af, blasir við gullið egg sem er fullkomlega hrært.

Þetta verður á boðstólnum í næsta bröns hér á Langholtsveginum, ekki spurning!

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.