Gleðidagur 16: Prestsvígðu konurnar

Í gær var því fagnað að tuttugu ár eru liðin frá því fyrstu konurnar voru vígðar til prestsþjónustu í ensku kirkjunni. Í haust eru fjörutíu ár liðin frá vígslu fyrstu konunnar á Íslandi. Í dag halda svo prestsvígðar konur í þjóðkirkjunni aðalfund félagsins síns.

Á sextánda gleðidegi viljum við því fagna afmælisárum og þakka fyrir þjónustu allra kvennanna í kirkjunni, þeirra sem eru sjálfboðaliðar og starfa í anda almenns prestsdóms allra skírðra, þeirra sem þjóna sem djáknar, prestar og biskupar.

Myndin að ofan sýnir enskar prestsvígðar konur sem komu saman við St. Paul dómkirkjuna í London gær. Við fundum hana á Twitter.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

One response

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.