Gleðidagur 27: Í skólanum

Stundum er lífið gult

Í gær var verkfall en í dag streyma börnin í skólann. Á tuttugasta og sjöunda gleðidegi syngjum við því með krökkunum:

Í skólanum, í skólanum
er skemmtilegt að vera.
Við lærum þar að lesa strax
og leirinn hnoðum eins og vax.
Í skólanum, í skólanum
er skemmtilegt að vera.

Um leið og við fögnum skóladeginum vonumst við til að samningar náist í deilu grunnskólakennara og viðsemjenda. Grunnskólakennararnir gegna nefnilega svo mikilvægu starfi.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.