Gleðidagur 28: Og svo rúlla

Blöðrubolti

Árni fór í blöðrubolta í gær með ketilbjölluvinum sínum. Þetta er eins og hefðbundinn fótbolti nema hvað keppendur eru inni í flennistórum plastkúlum. Ein afleiðing þess er að leikurinn snýst ekki síður um að rekast í aðra og rúlla sér – sem er reyndar ferlega gaman.

Á tuttugasta og áttunda gleðidegi rúllum við okkur og fögnum öllum fullorðnum sem gefa sér tíma til að leika eins og börnin, til dæmis inni í blöðrubolta.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.