Gleðidagur 34: Stóri leikskóladagurinn

Grænfáninn dreginn að húni

Í dag er stóri leikskóladagurinn. Í tilefni hans er spennandi dagskrá í Ráðhúsinu og Iðnó. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar fá börnin að leika sér og læra ótal margt í skemmtilegu, örvandi og öruggu umhverfi. Margir leikskólar vinna sérstaklega með ákveðna málaflokka, svo sem umhverfið, samskipti kynjanna og heilsuna.

Myndin hér að ofan er af Steinahlíð. Þar voru tvö af börnunum okkar um árabil. Steinahlíð er Grænfánaskóli og það skilaði sér í aukinni umhverfisvitund á heimilinu okkar. Við fengum líka mörg hagnýt ráð um það hvernig við getum gert lífið okkar örlítið grænna. Þannig varð leikskólinn að skóla fyrir heimilið.

Á þrítugasta og fjórða gleðidegi óskum við leikskólastjórum, leikskólakennurum og leiðbeinendum sem leggja líf og sál í starfið sitt til hamingju með daginn.

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.