Gleðidagur 35: Hundrað og átta

Sirkus Íslands i Vídalínskirkju

Elsti Íslendingurinn heitir Guðríður Guðbrandsdóttir. Hún varð hundrað og átta ára gömul í gær. Á þrítugasta og fimmta gleðidegi óskum við henni til hamingju með daginn. Hún á líka skothelt heilsu- og langlífisráð: að vera léttur í lund og kátur alla daga.

Undir það tökum við. Njótið dagsins.

Ps. Myndin er tekin á vorhátíð Vídalínskirkju. Þangað komu krakkar úr Sirkus Íslands sem kölluðu fram gleði og kæti!

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.