Gleðidagur 35: Hundrað og átta

Sirkus Íslands i Vídalínskirkju

Elsti Íslendingurinn heitir Guðríður Guðbrandsdóttir. Hún varð hundrað og átta ára gömul í gær. Á þrítugasta og fimmta gleðidegi óskum við henni til hamingju með daginn. Hún á líka skothelt heilsu- og langlífisráð: að vera léttur í lund og kátur alla daga.

Undir það tökum við. Njótið dagsins.

Ps. Myndin er tekin á vorhátíð Vídalínskirkju. Þangað komu krakkar úr Sirkus Íslands sem kölluðu fram gleði og kæti!

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.