Fimm fílar í Berlín

Five Elephant í Berlín
Á Five Elephant fæst afbragðs gott kaffi og frábær ostakaka.

Five Elephant er eitt af góðu kaffihúsunum í Berlín. Þau rista sitt eigið kaffi og hella upp á dýrindis espressodrykki og bjóða líka upp á nútímalegan gamaldags uppáhelling. Þar fæst líka besta ostakaka í heimi, skv. Torfa vini okkar á Reykjavík Rosters.

Five Elephant er í Kreuzberg sem er eitt af uppáahaldshverfunum í borginni, það er iðandi lífi og fullt af listilega skreyttum húsum sem gerir göngutúra um hverfið enn betri en ella.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.