Ha, bloggandi kirkja?

Bloggið er komið aftur. Kannski fór það aldrei heldur fékk bara minni athygli með tilkomu samfélagsmiðlanna. Við hjónin höfum bloggað um árabil og hér á þessum vef í rúm fjögur ár. Við höfum reyndar slegið svolítið í klárinn á þessum vef. Það er svo gaman að blogga.

Við ætlum líka að prófa svolitla nýsköpun í bloggi. Í vikunni opnuðum við nýjan vef fyrir Laugarneskirkju. Hann er frábrugðinn þeim fyrri, þjónustan í kirkjunni er sett í fókus, myndir eru notaðar til að miðla kirkjustarfinu og svo þarna blogg. Hugmyndin er semsagt sú að Laugarneskirkja verði bloggandi kirkja.

Nýi vefurinn er á laugarneskirkja.is. Það væri gaman að fá þig í heimsókn, á vefinn og í kirkjuna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.