Tíu hversdagsleg þakkarefni og einn kalkún

Þakkargjörðarkjúklingurinn Cobbler náðaður
Þakkargjörðarkjúklingurinn Cobbler var náðaður af Obama Bandaríkjaforseta. Mynd: Pete Souza.

Í dag er þakkargjörðardagur í Bandaríkjunum. Í tilefni hans viljum við bera fram nokkur þakkarefni:

  1. Að vakna snemma – því við eigum börn og elskum þau.
  2. Húsið sem þarf að þrífa – því við eigum heimili.
  3. Óhreina þvottinn – því við eigum föt til að klæðast.
  4. Óhreinu diskana og glösin – því við höfum nóg af mat.
  5. Matarleifarnar undir eldhúsborðinu – því fjölskyldan okkar borðar saman.
  6. Innkaupin – því við höfum peninga til að kaupa mat.
  7. Klósettin sem þarf að þrífa – því við búum við gott hreinlæti.
  8. Hávaðann á heimilinu – því börnin okkar skemmta sér.
  9. Endalaust margar spurningar – því börnin okkar eru fróðleiksfús.
  10. Háttatíma þegar við erum lúin og þreytt – því við erum ennþá á lífi.

Fyrir hvað ert þú þakklát í dag?

Chelsea Lee Smith samdi þessa þakkarbæn og birti á blogginu sínu Moments A Day Við fundum þetta hjá netmunkunum í Unvirtous Abbey sem eru óþrjótandi uppspretta.