Jólastjarnan boðar sátt

Jólastjörnur á Lúsíumarkaðinum í Berlín
Jólastjörnur á Lúsíumarkaðinum í Berlín

Eitt af uppáhaldsjólalögunum okkar er Jólastjarnan eftir Braga Valdimar Skúlason. Þar sækir hann í smiðju jólafrummyndanna um hlýju og öryggi, ljós í myrkri, börn og fjölskyldur. Jólastjörnunni sem boðar sátt og breiðir út hlýju, er sungið lof en líka er spurt hver huggi þann sem skærast skín. Við rákumst á þessar fallegu jólastjörnur á Lúsíumarkaði í Kulturbrauerei í Berlín á dögunum. Þær skína skært eins og jólaljósin fallegu á aðventunni á Íslandi.