Þegar skammdegið er mest

Þegar skammdegið er mest
kveiki ég aðventuljós og minnist

jólanna sem nálgast …

Jesú sem fæddist í Betlehem …

boðskapar englanna um frið á jörð …

stjörnunnar sem lýsir okkur til Jesú

Megi ljós aðventunnar minna mig á ljós himnanna.

Á öðrum sunnudegi í aðventu langar okkur að deila með þér þessari bæn úr Bænabók barnanna. Guð gefi þér góðan dag.