Gleðidagur 41: Einhverfa í myndum

Debbie Rasiel er ljósmyndari. Á síðasta ári ferðaðist hún um heiminn til að mynda börn með einhverfu. Hún kom meðal annars til Íslands og tók myndir af nokkrum íslenskum krökkum. Eitt þeirra er hann Tómas Viktor okkar. Í lok mánaðarins verður opnuð ljósmyndasýning með myndunum hennar. Nokkrar þeirra má líka skoða á vefnum. Hún tók […]

Gleðidagur 49: Menntun fyrir lífið

Í vikunni fengum við að heyra að litli einhverfi kúturinn okkar hefur fengið skólavist í Klettaskóla næsta vetur. Það voru góðar fréttir fyrir hann og fjölskylduna alla. Þegar við heimsóttum skólann fyrr í vetur leist okkur vel á það hvernig börnunum er mætt. Þau eru eins og gefur að skilja býsna ólík og þarna fá […]

Bæn á alþjóðlegum degi einhverfu

Á alþjóðlegum degi einhverfu viljum við gera bæn Frans frá Assisi í umyrðingu Tim Tucker að okkar: Drottinn, lát frið þinn fylla mig þar til flæðir yfir, að þar sem fólk getur ekki talað sé ég málsvari þeirra, að þar sem einhverjum er hafnað rétti ég út hendur mínar og bjóði þau velkomin, að þar […]

Gleðidagur 2: Sjálfstraust í stað vonleysis

Þegar við vöknuðum í morgun, dísæt eftir páskaeggjaát gærdagsins tóku morgunverkin við. Eitt þeirra var að líta yfir samfélagið á Facebook og þar fundum við vísun á grein í Guardian sem fjallar um ungt fólk sem hefur greinst á einhverfurófi og haslar sér nú völl í viðskiptalífinu. Þau eru öðruvísi en það reynist þeim styrkleikur. […]

Tónlistin sem brú þess einhverfa

Frásagnir Biblíunnar af græðandi mætti tónlistarinnar kallast á við reynslu af því hvernig tónlist nýtist í lækningarskyni. Margt bendir til þess að tónlist hafi góð áhrif á líðan sjúklinga vegna þess að hún róar hugann og leysir upp streitu. Rétti tónninn og tíðnin getur líka hitt mannslíkamann fyrir með ótrúlegum árangri. Rannsóknir á því hvernig […]

Dagur einhverfu er dagur fjölbreytni

Hvað geta þau sem tala ekki, kennt okkur? Hvað sjá þau sem eru hugfangin af smáatriðunum? Hvernig upplifa þau sem hringsnúast lífið? Hvernig miðla þau sem bergmála, til okkar hinna? Á Degi einhverfunnar beinum við sjónum okkar og athygli að því sem hin einhverfu geta kennt okkur um fjölbreytileika lífsins. Álagið sem er fylgifiskur þess […]