Guð.
Gæðum jarðar er misskipt.
Sumir hafa mikið, aðrir lítið.

Viltu gera okkur meðvituð og þakklát
fyrir það sem við höfum.
Viltu gera okkur meðvituð og örlát
gagnvart þeim sem búa við skort.

Viltu kenna okkur að gefa öðrum
af því sem okkur hefur verið gefið.

Því það er náungakærleikur.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 8. apríl 2013