Það sem kirkjan getur lært af leikskólanum

Árni situr í foreldraráði leikskóla Elísabetar og Tómasar Viktors. Í dag var haldinn fundur í foreldraráðinu til að skipuleggja starfið sem er framundan. Eitt málið á dagskrá fundarins var mat á starfsáætlun leikskólans fyrir veturinn sem er að líða.

KartöflurLeikskólastjórinn lagði verkefnið upp svona: Þið skoðið starfsáætlunina sem er á vef leikskólans og svo leggið þið mat á þetta, hvað tókst vel og hvað tókst ekki jafn vel, við hvað höfum við staðið og hvað ekki. Svo bætti hún við: „Það er nefnilega svo auðvelt að gefa loforð á blaði áður en vetrarstarfið hefst.“

Þessi fyrirmyndarvinnubrögð fengu okkur til að hugsa um hliðstæðuna við kirkjustarfið. Hver er staðan í kirkjunni þegar kemur að því að gera áætlanir og meta hvernig að var staðið? Hvar leggjum við fram svona starfsáætlanir? Hvenær er farið yfir þær og hver sér um það?

Við vildum gjarnan sjá svona vinnubrögð í kirkjunni. Starfsfólk safnaðarins gæti sest niður með prestinum og lagt línurnar í æskulýðsstarfinu, barnastarfinu, fermingarfræðslunni, biblíulestrunum, 12 spora kerfinu, eldri borgara starfinu o.s.fr. fyrir veturinn og fengið svo fólkið í sóknarnefndinni – fulltrúa þeirra sem þiggja þjónustuna – til að fara yfir og meta.

Hér er óneitanlega tækifæri til að gera starfið í söfnuðunum okkar skilvirkara og lýðræðislegra. Útfærslurnar eru óendanlega margar en mestu máli skiptir að finna leiðir til að þjóna fagnaðarerindinu með þvi að vera ljós og salt í heiminum.

2 responses

  1. Burtséð frá því að sjálfsmat er í öllum skólum og afskaplega misítarlegt milli þeirra, þá getur kirkjan vissulega lært af leikskólanum … og af fjölmiðlafræðingnum sem sagði:

    Ef þú vinnur hlutina ekki með fólki, ertu að vinna gegn því.

  2. Alveg rétt. Við tökum dæmi af leikskólanum af því það þekkjum við, en vissulega mætti horfa til annarra.

    Virkjun er málið!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.