Litabók aðventunnar

Aðventan er tími litanna. Við getum tengt marga liti við þennan tíma biðar og eftirvæntingar. Á vefsíðu kirkjunnar segir um aðventuna:

Litur hennar er fjólublár sem er litur iðrunarinnar. Fjólublátt er blandaður litur, samsettur af bláu, sem er táknlitur himinsins, og trúmennsku og sannleika, svörtu sem er litur sorgar og rauðu sem er litur kærleikans.

Við þetta má bæta einum lit sem er hvíti litur fyrsta sunnudags í aðventu. Fyrsti sunnudagurinn sker sig úr hinum sem hátíðisdagur með gleðiþema í kirkjunni. Liturinn sem tilheyrir honum er því hvíti litur fagnaðarins.

Hvaða litur einkennir aðventuna þína? Er það fjólublái iðrunarliturinn, svarti sorgarliturinn, blái himinliturinn – og Maríu meyjar -, hvíti litur fagnaðarins eða rauði litur kærleikans?

Við þurfum að taka allan litakassann fram á aðventunni því hún spannar breitt litróf. Alveg eins og lífið.

Ps. Smellið á myndina hér að ofan til að opna eintak sem má prenta og lita!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.