Ljósberi í myrkri ofbeldis

Í dag, 13. desember, er messudagur heilagrar Lúsíu sem lifði á Sikiley undir lok þriðju aldar og lét að öllum líkindum lífið í ofsóknum Díokletíanusar árið 304. Í okkar heimshluta birtast Lúsíuminnin helst í sænskum þjóðháttum sem hafa að einhverju leyti skolast hingað á land en í kirkjuhefðinni er Lúsía verndardýrlingur blindra, veikra barna, bænda, […]

Litabók aðventunnar

Aðventan er tími litanna. Við getum tengt marga liti við þennan tíma biðar og eftirvæntingar. Á vefsíðu kirkjunnar segir um aðventuna: Litur hennar er fjólublár sem er litur iðrunarinnar. Fjólublátt er blandaður litur, samsettur af bláu, sem er táknlitur himinsins, og trúmennsku og sannleika, svörtu sem er litur sorgar og rauðu sem er litur kærleikans. […]

Búsáhaldaaðventan er hér

Aðventan er elskulegur og dýrmætur tími. Hún er í eðli sínu undirbúningur og bið eftir jólahátíðinni þegar við fögnum fæðingu Jesúbarnsins blíða. Við höfum öll upplifað þennan undirbúning fara úr böndunum og eigum það stundum til að yfirkeyra okkur á hlutum eins og verslun, neyslu á mat og drykk, framkvæmdum og skemmtanahaldi. Reikningurinn sem kemur […]

Aðventukrans minninganna

Ljósin á aðventukransinum lýsa okkur í biðinni eftir jólunum og minna á tímann sem líður og reynsluna sem mótar okkur. Stundum tökum við á móti jólunum í gleði og eftirvæntingu. Stundum væntum við þeirra í sorg og sársauka. Hvert kerti á kransinum getur skírskotað til minninganna sem við berum með okkur en vísar um leið […]