Ég skil þig ekki Guð

Guð.
Stundum skiljum við ekki orðin þín.
En þegar við horfum á Jesú,
sjáum hvernig hann mætti fólki af umhyggju og í kærleika,
þá þurfum við ekki að skilja allt.

Því við skynjum hvernig þú mætir okkur
og vitum hvernig við eigum að mæta öðrum.

Af umhyggju og í kærleika.

Viltu gefa okkur að mæta öðru fólki í dag
eins og þú mætir okkur í Jesú.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 5. apríl 2013.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.