Tíundi gleðidagur: Hver hugsar um hús Guðs?

Brautarholtskirkja

Hver hugsar um hús Guðs? Það er meðhjálparinn. Meðhjálparinn gegnir mikilvægu og merkilegu hlutverki í kirkjunni. Hún setur svip sinn á helgihaldið í kirkjunni og hefur í nógu að snúast áður en athöfnin byrjar: hún tekur á móti fólkinu, sér um að kveikt sé á öllum ljósum í kirkjunni, stillir hljóðkerfið, sér um að blómunum sé smekklega hagrætt. Hún gætir þess að allt sé á sínum stað.

Þegar stundin nálgast hverfur hún til að skrýða prestinn – kannski þarf fyrst að skreppa upp í turn og hringja klukkunum – hún tekur sér sæti og fyrstu tónar orgelsins berast um kirkjuna.

Augu hennar eru vakandi fyrir öllu sem gerist í kirkjunni: er hitinn í lagi, þarf að opna eða loka glugga, eru allir með sálmabækur? Að athöfn lokinni þarf að ganga frá svo allt sé til reiðu fyrir næstu athöfn. Meðhjálparinn er andlit kirkjunnar og þjónar náunga sínum.

Á tíunda gleðidegi þökkum við fyrir öll þau sem eru þjónar í húsi Guðs.

One response

  1. Unsure asbout the translation of the word ‘ Meðhjálparinn ‘ but I believe it to be the role of the Rector’s Warden in our Scots Episcopal Church. It is an accurate description of the role. Ours is Liz Booth, always about, always attentive to the needs of the priest and member of the congregation alike, alert to notices not announced, to people who wish to speak privately to the Rector, that everyone has an Order of Service, a hymnbook etc. I am glad you draw attention to this person who goes about their duties almost un-noticed.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.