Hjartabrosin

Guð.
Hjartabrosin eru.
eins og aflstöðvar
kærleikans í lífinu.

Viltu gefa okkur bros á hjarta.
Til að lýsa upp lífið okkar í dag.

Guð.
Viltu gefa okkur bros á varir.
Til að deila með öðrum.
Og gera þannig daginn þeirra betri en hann væri ella.

Guð.
Viltu brosa til okkar í dag.
Svo að við megum brosa til annarra
og séum þannig farvegur fyrir kærleikann þinn.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 9. apríl 2013

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.