Tólfti gleðidagur: Það sem foreldrar og stjúpforeldrar eiga sameiginlegt

Elísabet, Heiðbjört Anna og Jakob Agni

Við búum í stjúpfjölskyldu. Samkvæmt skilgreiningum sérfræðinga þýðir það að „annar eða báðir aðilar koma með barn eða börn úr fyrri samböndum í fjölskyldur“.  Í fjölskyldunni okkar eru tveir fullorðnir og sex börn. Börnin okkar eiga aðra foreldra og stjúpforeldra, eiga aðrar fjölskyldur en þær sem við eigum með þeim.

Stjúpfjölskyldur eru eins og aðrar fjölskyldur sem deila heimili, kjörum og viðburðum saman. Kærleikurinn er eldsneytið sem knýr okkur áfram og gefur okkur styrk til að takast á við verkefni daglegs lífs í gleði og sorg. Við vitum líka að þegar börnin okkar fara á hin heimilin sín hitta þau foreldra og stjúpforeldra sem elska þau og hlúa að þeim.

Það sem foreldrar og stjúpforeldrar eiga sameiginlegt eru börnin sem þau elska. Fyrir það  þökkum við á tólfta gleðidegi. Sérstaklega viljum við í dag þakka fyrir stjúpfeður og stjúpmæður sem elska börnin sín öll, þau sem eru þeim blóðtengd og líka þau sem eru það ekki.

One response

  1. I agree entirely but would add that it is the emotional relationship which is the most important, as well as agreeing that the children are gently encouraged to respect and love their biological family as well. We always all remember their biological relatives in prayers, even two siblings who died tragically. Thanks be to God.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.