Gefðu ró

Guð.
Á hverjum degi upplifum við augnablik
sem gefa tilefni til að gleðjast og vera hamingjusöm.
Stundum sjáum við þau ekki
því við göngum svo hratt gegnum lífið
eða erum upptekin af því slæma.
Viltu gefa okkur ró í huga og hjarta
til að lifa hægt og upplifa augnablikin
þar sem gleðin er fullkomin.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 11. apríl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.