Þrettándi gleðidagur: Börnin og sálmaskáldin

I see

Á þrettánda gleðidegi á næstelsta stúlkan á heimilinu ellefu ára afmæli. Við ein tímamótin í lífinu sínu fékk hún tvö sálmvers að gjöf. Annað þeirra er á þessa leið:

Ríki þitt um álfur allar
eflir þú og saman kallar
öll þín börn í einni trú.
Þinn á jörðu verði vilji.
Veit að allur heimur skilji,
vegsögn þá sem veitir þú.
Kristján Valur Ingólfsson

Þetta er gott veganesti fyrir börn á öllum aldri. Á þrettánda gleðidegi viljum við þakka fyrir börnin okkar öll og fyrir sálmaskáldin sem gefa okkur svo mikið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.