Þrettándi gleðidagur: Börnin og sálmaskáldin

I see

Á þrettánda gleðidegi á næstelsta stúlkan á heimilinu ellefu ára afmæli. Við ein tímamótin í lífinu sínu fékk hún tvö sálmvers að gjöf. Annað þeirra er á þessa leið:

Ríki þitt um álfur allar
eflir þú og saman kallar
öll þín börn í einni trú.
Þinn á jörðu verði vilji.
Veit að allur heimur skilji,
vegsögn þá sem veitir þú.
Kristján Valur Ingólfsson

Þetta er gott veganesti fyrir börn á öllum aldri. Á þrettánda gleðidegi viljum við þakka fyrir börnin okkar öll og fyrir sálmaskáldin sem gefa okkur svo mikið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.