Sólartakk

Guð.
Það er svo gott að upplifa sólina á morgnana.
Sjá hana gægjast upp yfir fjöllin og lýsa upp landið.
Horfa mót henni og píra augun og finna ylinn á andlitinu.
Þiggja næringuna sem er í geislum hennar.
Fyrir það viljum við þakka í dag
og biðja þig að gera okkur að sólargeisla
í lífi fólksins í kringum okkur.
Bæði þeirra sem við þekkjum
og hinna sem við þekkjum ekki.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 13. apríl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.