Gleðidagur 22: Og gef líf og lækningu

Drottinn Jesús Kristur,
þú ert góði hirðirinn
sem leiðir okkur á þínum vegum
og lætur okkur ekkert skorta.
Þú yfirgefur okkur aldrei,
þú ert hjá okkur allan æviveginn,
frá vöggu til grafar,
þegar við fæðumst og
þegar við deyjum.
Við biðjum þig.
Halt þú utan um okkur,
hjörðina þína,
eins og góður hirðir,
haltu áfram að leita að þeim týndu,
og safna þú þeim saman
sem villast frá
og vernda þú þau sérstaklega
sem eru ekki af þínu sauðahúsi
eða er ekki kunnugt um það.
Gakk í veg fyrir þau sem
eins og blóðþyrstir úlfar
ráðast á hjörðina, meiða og deyða,
og snú þeim frá,
og gef líf og lækningu
hinu særða og mædda,
þú sem lifir og ríkir að eilífu.
Amen.

Bæn eftir Kristján Val Ingólfsson.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.