Gleðidagur 23: Egg og beikon

American pankakes @ The Breakfast Club

Síðasta sumar snæddum við á Morgunverðarklúbbinum sem er lítill veitingastaður í London. Þar fengum við dýrindis pönnukökur, egg og beikon. Þetta er kannski ekki hollasti morgunmaturinn en góður er hann, ekki síst þegar honum er sporðrennt með snarheitu kaffi með mjólkurlögg.

Á tuttugasta og þriðja gleðidegi rifjum við upp máltíðir sem mörkuðu upphaf skemmtilegra daga og þökkum fyrir alla kokkana sem elda matinn góða og fengu hugmyndir að góðum uppskriftum og fallegum mat.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.