Gleðidagur 25: Pí

Úr kvikmyndinni Life of Pi

Í gær horfðum við á Ævisögu Pí með nokkrum félögum okkar úr Deus ex cinema kvikmyndahópnum. Þetta er mögnuð mynd sem segir frá ferðalagi skipbrotsmannsins Piscine (sem er kallaður Pí). Hann rekur frá ströndum Afríku alla leið til Mexíkó í fylgd með tígrisdýrinu Richard Parker. Í myndinni fylgjumst við með samtali hans og rithöfundar sem hlustar opinmynntur, en veltir um leið fyrir sér hvað sé satt, hvað ýkt og hvað logið. Eins og áhorfandinn.

Ævisaga PÍ vekur til umhugsunar um endurminningar. Um það hvernig við segjum ævisöguna okkar, við hvað dveljum við, hverju er sleppt, hvenær er ýkt. Hvað stendur upp úr? Bæði þegar við horfum til baka fyrir okkur sjálf og með öðrum.

Á tuttugasta og fimmta gleðidegi viljum við þakka fyrir minnið og endurminningarnar og fyrir allt fólkið sem segir sögurnar sínar til að aðrir megi læra af.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.