Gleðidagur 26: Dimmalimm

Untitled

Vorið og sumarið eru tími útileikjanna. Einn þeirra er kenndur við Dimmalimm prinsessu og hann hefur vakið gleði og kátínu hjá fjölda barna í gegnum árin. Í vikunni rifjuðum við þetta upp þegar við heyrðum leikskólabörnin syngja söng Dimmalimmar á Barnamenningarhátíð í Hörpunni:

Sjáðu, sjáðu svanur!
Skógurinn er að skemmta sér,
sko, hann bangsi dansa fer.
Svanur á báru!
Veröldin blíð,
í suðri gala gaukar,
grösin spretta og laukar,
sæl er sumartíð.

Syngdu, syngdu svanur!
Álfar hoppa, einn, tveir, þrír.
Öll nú kætast skógardýr.
Svanur á báru!
Veröldin blíð,
í suðri gala gaukar,
grösin spretta og laukar,
sæl er sumartíð.

Hjúfra, hjúfra svanur,
í hálsakotið hjúfra þig.
Ég held þú megir kyssa mig.
Svanur á báru!
Veröldin blíð,
í suðri gala gaukar,
grösin spretta og laukar,
sæl er sumartíð.

Á tuttugasta og sjötta gleðidegi gleðjumst við í og yfir sælli sumartíð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.