Gleðidagur 27: Grænar buxur

Grænar buur
Myndin er samsett. Hún sýnir ekki stjórnmálaleiðtoga.

Á sumardeginum fyrsta fóru fram kappræður stjórnmálaleiðtoga á Stöð2. Þarna voru fjórir karlar og tvær konur. Ein konan er uppáhaldsráðherrann Katrín Jakobsdóttir. Hún er leiðtogi VG og menntamálaráðherra og samþætti þetta tvennt í buxunum sem hún klæddist. Þær voru grænar og sumarlegar og skáru sig líka skemmtilega úr hefðbundnum grá/svart/brúnum búningi stjórnamálamannsins.

Eins og hún.

Katrín var hipsterinn meðal dauflegra flokksformannanna í sjónvarpssalnum. Hún lofaði líka lítið, nema þá helst að standa vörð um umhverfið og lítilmagnann. Það kunnum við að meta.

Á tuttugasta og sjöunda gleðidegi viljum við þakka fyrir stjórnmálamanninn sem færði litinn í útsendinguna í gær og hvetja leiðtoga flokkanna til að vera djarfari í klæðaburði í sumar.

Lesandinn er beðinn að athuga að þetta gleðidagsblogg er ekki stuðningsyfirlýsing við VG eða yfirlýsing um það hvað við kjósum. Við kunnum bara að meta Katrínu eins og hún er og grænar áherslur í pólitík og klæðaburði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.