Gleðidagur 37: Bréf til morgundagsins

Kæri morgundagur.

Þegar við vöknuðum í morgun varstu ekki lengur þar. Þú hvarfst einhvern tímann á milli gærkvöldsins og þess þegar fuglarnir hófu upp sönginn í morgun og börnin okkar vöknuðu (að okkur fannst alltof snemma). Við söknuðum þín ekki vegna þess að við höfðum nóg að gera í morgunsárið og svo höfðum við líka daginn í dag. En dagurinn-í-dag rann úr greipum okkar kringum hádegið. Það var reyndar um það leyti sem við byrjuðum að gera lista yfir það sem við þurfum að gera saman. Við höfum heilmiklar áætlanir fyrir okkur tvö og þig kæri morgundagur, á morgun.

Kær kveðja,
Árni og Kristín

Á þrítugasta og sjöunda gleðidegi viljum við deila með ykkur þessu bréfi til morgundagsins sem er þýtt og staðfært eftir bréfinu hans Brian Adams sem birtist á Medium. Það er gaman að hugsa um morgundaginn – og enn skemmtilegra að lifa hann.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.