Gleðidagur 42: Fyrir alla sem ætla að ferðast í sumar

Vísitasía í Bessastaðakirkju

Í Hitchhikers Guide to the Galaxy segir frá samnefndri handbók sem er gagnlegur fylgifiskur allra ferðalanga um alheiminn. Þessi handbók geymir gagnlegar upplýsingar sem geta jafnvel bjargað lífi ferðalangsins og munu örugglega gera ferðina skemmtilegri.

Í samtímanum er ferðahandbókin á formi snjallsíma sem ferðalangurinn virkjar með sim-korti til að hafa aðgang að margskonar upplýsingum sem henta ferðalöngum og geta gert ferðalögin eftirminnilegri og betri. Dave Caolo hefur tekið saman nokkur hagnýt ráð fyrir ferðalanga sem nota iPhone. Þau eiga að sjálfsögðu líka við þá sem nota snjallsíma af öðrum gerðum.

Svo má líka nota snjallsímana til að lesa bækur, eins og þær sem Douglas Adams samdi um alheimsferðalanginn Arthur Dent og vini hans.

Á fertugasta og öðrum gleðidegi þökkum við fyrir sumarið sem er í vændum og skemmtileg ferðalög.

Myndin er af snjallsíma í Bessastaðakirkju.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.