Gleðidagur 10: Hægeldað að frönskum hætti

Hægeldað buff að frönskum hætti

Fátt dregur fram gæði augnabliksins betur fram en matreiðsla úr góðu hráefni þegar enginn asi ríkir.  Þetta á sannarlega við um eðalréttinn Boeuf Bourgignon sem Meryl Streep í hluverki Julia Child vakti svo rækilega athygli á fyrir nokkrum árum. Þennan rétt eldaði Kristín á mánudaginn og bar fram fyrir heimilisfólk auk ömmu og afa sem voru í heimsókn.

Uppskriftin sem hún fylgdi kemur úr dönsku matreiðslubókinni Middelhavets køkken. Hún er svona:

 • 600 g nautakjöt
 • 100 g beikon
 • 25 g smjör
 • 1 1/2 msk hveiti
 • 2 msk tómatpúrré
 • 1 flaska rauðvín
 • 1/2 l kjötkraftur
 • 6-8 kvistir timían
 • 6 lárviðarlauf
 • 6 perlulaukar
 • 6 hvítlauksrif
 • 600 g gulrætur
 • 400 g sveppir
 • salt og nýmalaur svartur pipar

Beikonið er steikt í stórum potti og svo lagt til hliðar. Kjötið skorið í litla teninga og steikt í smjöri, saltað og piprað. Hveiti drusað yfir, tómatpúrré bætt út í og hrært vel í. Bætið víni, kjötkrafti, kryddi og lauk út í og látið malla í 1 1/2 tíma. Svo er gulrótum og sveppum og beikoninu bætt út í og látið malla í hálftíma í viðbót. Ferskt timían notað til að skreyta þegar rétturinn er borinn fram, gjarnan með salati, hvítu brauði eða kartöflumús.

Bon appetit!

Gleðidagarnir eru fimmtíu og standa frá páskum til hvítasunnu. Einu sinni á dag deilum einhverju uppbyggilegu og þakkarverðu með lesendum bloggsins okkar.

4 responses

 1. Grímheiður Jóhannsdóttir Avatar
  Grímheiður Jóhannsdóttir

  Vil gjarnan fá að fylgjast með færsum ykkar.

 2. Sigridur Hrafnhildur Jonsdottir Avatar
  Sigridur Hrafnhildur Jonsdottir

  Langar ad fylgjast med blogginu ykkar – synist matarsmekkurinn mjog likur. Takk.

 3. Takk fyrir það Grímheiður og Sigríður Hrafnhildur. Ef þið smellið á plúsinn efst í vinstra horninu fáið þið eyðublað þar sem er hægt að skrá netfang og fá tölvubréf þegar nýtt efni bætist við á vefinn. Svo er hægt að kíkja hér við reglulega.

 4. Sigriður K. Oddsdóttir Avatar
  Sigriður K. Oddsdóttir

  Hlakka til að fá pòst frá ykkur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.