Biblíublogg 9: Kvenmyndir af Guði

Í Biblíunni eru notaðar margar líkingar til að lýsa Guði. Sumar líkingarnar tengjast konum, til dæmis þessar:

Guð er eins og ljón, pardus og birna:

Ég mun reynast þeim sem ljón,
ligg í leyni við veginn eins og pardus,
ræðst á þá eins og birna
svipt húnum sínum (Hós 13.7-8)

Guð er eins og móðir sem elur barn við brjóst sitt:

Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu
að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?
Og þó að þær gætu gleymt
þá gleymi ég þér samt ekki. (Jes 49.15)

Guð er eins og móðir sem huggar:

Eins og móðir huggar barn sitt,
eins mun ég hugga yður,
í Jerúsalem verðið þér huggaðir. (Jes 66.13)

Svo líkir Jesús sér við hænu:

Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi? (Matt 23.37)

Það er misjafnt eftir því hvar við erum stödd í lífinu hvaða líking talar til okkar.

Hvaða líking talar til þín núna?