Ósíuð aðventa 13: Ljós í myrkri

Þrettándi desember er messudagur heilagrar Lúsíu. Hún birtist okkur fyrst og fremst í fallegum siðum sem rekja má til Svíþjóðar og breiðast kannski út um heiminn með verslunum IKEA. Í dag eru Lúsíuhátíðir haldnar víða í Svíþjóð og reyndar einnig hér á landi. Í kirkjuhefðinni er Lúsía verndardýrlingur blindra, veikra barna, bænda, vændiskvenna sem hafa snúið við blaðinu, glergerðarmanna, […]

Ósíuð aðventa 10: Dagur mannvirðingar og mannréttinda

Tíundi desember, er mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna. Haldið hefur verið upp á hann frá árinu 1948 þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti Mannréttindayfirlýsinguna eða Heimsyfirlýsingu um mannréttindi eins og það var orðað á þeim tíma. #mannréttindi365 Þema dagsins 2015 er #mannréttindi365 (#rights365) sem er áminning um grundvallarsjónarmið Mannréttindayfirlýsingarinnar. Þar er gengið út frá því að mannréttindi er allra. Þau binda mannkynið saman sem […]

Ósíuð aðventa 9: Stund sannleikans

Aðventan og jólin eru tími sannleikans. Þau eru tími sannleikans um lífið og umhverfið okkar, um tengslin við við eigum við aðra og við okkur sjálf. Þau eru tíminn þegar við rýnum og breytum til batnar ef þess er þörf.  Þau eru líka tíminn þegar við gleðjumst yfir því sem er gott og vel gert. „Stund sannleikans […]

Ósíuð aðventa 6: Tvær milljónir fyrir umhverfið

Það er fallegt á Íslandi núna og þótt stundum sé þæfingsfærð þá verðum við áþreifanlega vör við lífsgæðin sem fylgja því að búa á hreina og góða landinu okkar. Hér er lítil mengun og mikið pláss og tiltölulega mikil lífsgæði. Hér er lítil fátækt og náttúrufegurð á heimsmælikvarða. Hér er gott að vera. Orkan okkar […]

Ósíuð aðventa 4: Í hvaða röð eru aðventukertin?

Hvað heita kertin á aðventukransinum er spurning sem kemur oft upp á aðventunni. Þegar við rifjum það upp er gott að hafa í huga að kertin koma fyrir í tímaröð. Þannig vísa þau til sögunnar. Spádómskertið er fyrst, það vísar til spádómanna um fæðingu Jesú (t.d. Jes 9.5). Betlehemskertið er annað, það  sem vísar til staðarins þar sem […]

Ósíuð aðventa 2: Þæfingur

Það er þæfingsfærð í höfuðborginni og víða um land. Snjónum hefur kyngt niður og þótt snjómokstri sé vel háttað verða til snjógarðar sem þrengja göturnar. Það er líka hált. Þetta hægir á allri umferðinni og stundum komumst við aðeins löturhægt – hvort sem ferðast er á bíl, strætó, hjóli eða fótgangandi.