Guðfræðingarnir átta sem stungu niður penna síðasta vetur eru farin aftur af stað. Á ártíð hrunsins spyrja þau meðal annars: „Ári eftir hrun er það áleitin spurning hvað líði þeirri gagngeru uppstokkun sem búsáhaldabyltingin krafðist. Er „nýtt Ísland“ í vændum eða erum við á leið í gamla farið?“
Category Archives: Blogg
Áttu fyrir vatni?
Í dag og á morgun ganga um það bil 3000 fermingarbörn í hús og safna fyrir hreinu vatni. Féð sem þau safna rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Ég hitti Bjarna Gíslason, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálparstarfsins, í dag og hann sagði mér frá söfnuninni. Skoðið myndbandið á YouTube.
Naglafata
Í Grensáskirkju stendur nú yfir myndlistarsýning þar sem getur að líta nokkur listaverk eftir listakonuna Huldu Halldór. Þarna er unnin á áhugaverðan hátt með þekkt trúarleg tákn. Þessi mynd sýnir eitt verkið.
Kirkjan og vöfflujárnin
Hlutverk kirkjunnar er ekki að smella fólki, Matthíasi og öllum öðrum inn í eitthvert trúarlegt vöflujárn og fá fram sama mynstrið á alla. Það er mun fremur að efla lífið, orðræðuna, gleði, réttlæti, samfélag. – Sigurður Árni Þórðarson
Getur þú tínt í aukapoka?
„Getur þú tínt í einn aukapoka fyrir þá sem mest þurfa hjálp?“ Svo spyr Hjálparstarf kirkjunnar sem hefur hleypt af stokkunum nýstárlegri söfnun. Aðsóknin í innanlandsaðstoð Hjálparstarfsins hefur aukist mjög mikið á því ári sem er liðið frá efnahagshruninu. Þörfin er mikil. Það skiptir því miklu máli að allir sem geta leggi sitt af mörkum. […]
Súkkulaði
Gott kaffi, gott súkkulaði, góðar stundir, gott kvöld. Stundum segir myndin meira en orðin sem henni fylgja.
Réttlætið
„Réttlætið er … ástand í samfélaginu þar sem réttur hins smæsta er ekki fyrir borð borinn heldur varinn. Þar sem réttur umkomulausra er varinn er samfélagið á réttri leið og þar þrífst mannúð, menning og menntun, þrenning sem fylgir siðbótinni frá upphafi.“ Svo skrifar dr. Gunnar Kristjánsson í pistlinum Til mögru áranna sem birtist á […]
Blessun dauðans
Frá því þú fæddist hefur þinn eigin dauði gengið þér við hlið og þótt hann sýni sig sjaldan finnur þú hola snertingu hans þegar óttinn heldur innreið sína í líf þitt eða þegar það sem þú elskar glatast eða þú verður fyrir hnjaski hið innra. Þegar örlögin leiða þig á þessa fátæklegu staði og hjarta […]
„Smátt og smátt lærist mér …“
Í dag er allra heilagra messa. Á þessum degi minnast margir látinna ástvina og íhuga sorgina og lífið. Við horfum yfir farinn veg. Mörg okkar halda líka í kirkjugarða til að vitja um leiði, kveikja kannski á kerti og gera stutta bæn. Mig langar í dag að deila með ykkur sem heimsækja þetta blogg stuttu […]
Fimm þúsund börn
Það mætti halda að allt snerist um peninga á Íslandi þegar horft var til forsíðna morgunblaðanna fyrr í vikunni. Þar mátti lesa: Vogunarsjóðir sjá tækifæri í íslensku bönkunum á ný Fimmtungur lána í frystingu Afskrifa líklega milljarða vegna lána Jötuns Holding Hvöss gagnrýni á umframútgjöld og málsmeðferð hjá ríkinu Aðalfréttin rataði hins vegar ekki á […]