Menu

árni + kristín

hjón, foreldrar, prestar

Guð.
Þú skapaðir okkur með hjarta og huga og munn.
Til að elska, hugsa og tala.
Orðin okkar geta dregið fólk niður og sært.
Og þau geta lyft í hæðir, huggað og hlýjað.
Viltu gera hjartað okkar hlýtt í dag,
hugsann umhyggjusaman
og munninn farveg fyrir falleg orð.
Þannig að þau sem við mætum í dag fari frá okkur
léttari í spori og glaðari í hjarta.
Vitandi að þau séu metin, virt og elskuð.
Amen.

Morgunbæn á Rás 1, 15. apríl

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.