Category: Blogg


 • Stúlkan og vélmennið

  Uppáhalds iðja á laugardögum í Genf er að heimsækja Apple-búðina þar sem snjallir starfsmenn leiða unga stúlku til fundar við vélmenni. Hún forritar og vélmennin framkvæma. Tvisvar hefur hún stýrt Sphero bolta um völundarhús með fyrirmælum og í dag var það lítill Meebot sem gekk og dansaði. Í leiðinni lærum við á Swift forritunarmálið sem […]


 • Péturskirkja í Genf

  Dómkirkjan í Genf er kennd við Pétur postula. Hún var í upphafi kaþólsk en varð reformert á siðbótartímanum. Þetta var kirkja Kalvíns og í henni er meðal annars að finna stól siðbótarmannsins. Eitt einkenni kirkjunnar eru turnarnir sem sjást langt að. Á myndinni sést einn þeirra kyssa haustlauf á tré.

  ,

 • Hjólað í kjól og hvítu

  Við skelltum okkur í hjólaferð um Genf í gær þar sem uppábúnir hjólreiðakarlar og -konur nutu dagsins, a la hið íslensk TweedRide. Fleiri myndir


 • Sjö svarthvítar hversdagsmyndir

  Ég fékk áskorun um að birta sjö svarthvítar myndir á instagram. Úr urðu sjö innlit í hversdaginn okkar í Genf.


 • Vitnisburður frá Wittenberg

  Í dag skrifuðu fulltrúar Lútherska heimssambandsins og Heimssambands reformertra kirkna undir Vitnisburð frá Wittenberg í samkirkjulegri guðsþjónustu í Borgarkirkjunni. Með þessu er lagður grundvöllur að frekar samstarfi lútherskra og reformertra kirkna um allan heim. Siðbótarafmælið er samkirkjulegt!


 • Siðbótarmenn og -kona

  Þessir herramenn eru í forgrunni í siðbótarminnisvarðanum stóra í Genf. Þetta eru William Farel, Jean Calvin, Theodore Beza og John Knox. Þeir hafa allir tengsl við borgina. Sitt hvoru megin við siðbótarvegginn eru steinblokkir sem nöfn Lúthers og Zwingli eru hoggin í. Á Zwingliblokkina er líka letrað nafn einnar siðbótarkonunnar frá Genf. Sú hét Marie […]