Category: Tilbeiðsluráð

 • Leyfðu okkur að vera hendur þínar

  Í dag er dagur kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni. Í dag lyftum við upp þjónustunni við náungann sem er kjarnaatriði í kristinni trú og lífi og birtir okkur trúna í verki. Í sögunni af miskunnsama Samverjanum erum við minnt á okkur á að við spyrjum ekki um trú eða stétt eða stöðu þess sem er í neyð […]

 • Lófinn og lífsins bók

  Guð. Á skírnardegi vorum við nefnd með nafni og þú skrifaðir nafnið okkar í lífsins bók og ristir nafnið okkar í lófa þinn eins og við gerðum á unglingsárum þegar við vorum skotin í einhverjum og skrifuðum nafnið þeirra í lófann. Þau nöfn dofnuðu og hurfu þegar lófinn var þveginn, en nöfnin okkar okkar dofna […]

 • Orðin okkar

  Guð. Þú skapaðir okkur með hjarta og huga og munn. Til að elska, hugsa og tala. Orðin okkar geta dregið fólk niður og sært. Og þau geta lyft í hæðir, huggað og hlýjað. Viltu gera hjartað okkar hlýtt í dag, hugsann umhyggjusaman og munninn farveg fyrir falleg orð. Þannig að þau sem við mætum í […]

 • Sólartakk

  Guð. Það er svo gott að upplifa sólina á morgnana. Sjá hana gægjast upp yfir fjöllin og lýsa upp landið. Horfa mót henni og píra augun og finna ylinn á andlitinu. Þiggja næringuna sem er í geislum hennar. Fyrir það viljum við þakka í dag og biðja þig að gera okkur að sólargeisla í lífi […]

 • Leik-, lífs- og trúargleði barnanna

  Guð. Þú sagðir okkur að vera eins og börnin til að skilja þig og nálgast þig. Viltu gefa okkur leikgleði barnanna, lífsgleði barnanna og trúargleði barnanna – sem eru svo opin gagnvart lífinu og gagnvart þér. Viltu hjálpa okkur að standa vörð um börnin sem minna mega sín og um barnið í okkur sjálfum. Amen. […]

 • Gefðu ró

  Guð. Á hverjum degi upplifum við augnablik sem gefa tilefni til að gleðjast og vera hamingjusöm. Stundum sjáum við þau ekki því við göngum svo hratt gegnum lífið eða erum upptekin af því slæma. Viltu gefa okkur ró í huga og hjarta til að lifa hægt og upplifa augnablikin þar sem gleðin er fullkomin. Amen. […]