Category: Tilbeiðsluráð

 • Í fjórtán myndum

  Richard Coles er prestur í ensku kirkjunni. Hann er virkur á twitter og deildi í gær fjórtán ljósmyndum sem kallar á við krossveginn – krossdvalirnar fjórtán. Þetta eru óhefðbundnar myndir sem vekja til umhugsunar. Textarnir sem fylgja hverri mynd eru líka frá honum. #StationsoftheCross. First station: Jesus is Condemned to Death. pic.twitter.com/ouq5NVjU0m — Richard Coles […]

 • Þegar þú vaknar

  Rowan Williams, fyrrum erkibiskup af Kantaraborg: So: the regular ritual to begin the day when I’m in the house is a matter of an early rise and a brief walking meditation or sometimes a few slow prostrations, before squatting for 30 or 40 minutes (a low stool to support the thighs and reduce the weight […]

 • Aðventukransinn og þau sem vantar

  Fyrsta aðventukertið minnir á ástvinina sem eru ekki lengur með okkur. Við nemum staðar, nefnum nafnið þeirra, rifjum upp röddina þeirra, andlitið þeirra og allar minningarnar sem tengjast þeim og jólatímanum. Við tendrum ljós, felum þau Guði og þökkum fyrir það sem lífið þeirra gaf okkur. Aðventan og minningarnar, pistill á vef Laugarneskirkju.

 • Bænir í geðveikri messu

  Í dag var geðveik messa í Laugarneskirkju. Okkur langar að deila bænarefnum dagsins með lesendum bloggsins. Geðsjúkdómar Elsku góði Guð, í dag felum við þér þau okkar sem glíma við eða hafa glímt við geðsjúkdóma. Takk fyrir gjafir þeirra og lærdóm sem þau færa samfélaginu okkar. Umvef þau með ást þinni og umhyggju og lát […]

 • Kolaglóð og krýsólít: Reiðhjólabæn

  Bobbin Daytripper reiðhjól

  Vorið er tíminn þegar við tökum hjólin okkar fram og njótum hreyfingar og útiveru í sátt og samlyndi við umhverfið. Götur, torg og skólalóðir fyllast líka af ungu hjólreiðafólki með marglita hjálma og skrautlega lása. Ég tók saman stutta helgistund þar sem við nefnum hluti sem eru mikilvægir öllu hjólafólki. Fyrst kemur ritningarlestur – sem […]

 • Altarisganga – græn í garði Guðs

  Hér er form fyrir altarisgöngu sem er skrifuð til að nota í messu á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar sem er haldinn 2. mars í ár. Þessi altarisganga gerir ekki kröfu um að vígð manneskja stjórni henni, heldur getur það verið unglingur eða leiðtogi í æskulýðsstarfinu. Ég birti hana sem tilbeiðsluráð hér á vefnum, til notkunar í kirkjunum.