Category: Kirkjan

 • Solveig Lára býður sig fram sem Hólabiskup

  Nýr vígslubiskup á Hólum er þriðji biskupinn sem við veljum í þjóðkirkjunni á rúmlega tólf mánaða tímabili. Kjörskrá var lögð fram 1. apríl og fyrsti frambjóðandinn hefur stigið fram. Það er sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með og fjalla um þetta biskupskjör eins og hin tvö.

 • Mbl ræðir við Agnesi og Sigurð Árna

  Morgunblaðið hefur tekið viðtöl við Agnesi og Sigurð Árna sem voru efst í fyrri umferð biskupskjörs. Agnes leggur áherslu á fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og að kirkjunnar fólk séu góðar fyrirmyndir: „Mér finnst skipta miklu máli að fólk fái jákvæða afstöðu gagnvart kirkjunni og finni það að við þjónar hennar viljum af öllu […]

 • Samskiptabyltingin og kirkjan

  Eftir hádegi í dag hitti ég nemendur við guðfræðideild HÍ til að ræða um miðlun og guðfræði. Nánar tiltekið ætla ég að ræða um notkun nýju miðlana í kirkjustarfi. Ég mun meðal annars koma inn á það sem ég ræddi í erindinu Á nöfinni síðasta haust. Það er tilvalið að horfa á það til upprifjunar […]

 • Kynningarfundur í Glerárkirkju – bloggað í beinni

  Nú er að hefjast kynningarfundur biskupsefna í Glerárkirkju. Þetta er síðasti fundurinn sem er haldinn. Ég ætla að reyna að blogga fundinn í beinni.

 • Eru bara allir prestar landsins í framboði?

  Sjö prestar hafa boðið sig fram í biskupskjöri. Framboðsfrestur rennur út 29. febrúar sem er eftir rúmar þrjár vikur svo fleiri gætu átt eftir að bætast við. Þó er líklegt að ef einhver hyggst gefa kost á sér verði það fyrr en síðar því kosningabaráttan er farin af stað. Frambjóðendur og stuðningsmenn þeirra skrifa á […]

 • Biskupsefnið slegið

  Enginn verður óbarinn biskup bloggar Sigurður Árni Þórðarson og deilir sögu af því þegar biskupsefnið var slegið (í góðu þó). – Meira um biskupskjör 2012.