Gleðidagur 50: Von dregur úr fátækt

Í Economist sem kom út um miðjan mánuðinn segir frá rannsóknum Esther Duflo. Hún er hagfræðingur og starfar við MIT í Bandaríkjunum. Esther flutti erindi þriðja maí síðastliðinn þar sem hún færði rök fyrir því að sum átaksverkefni gegn fátækt hefðu meiri áhrif en ella vegna þess að þau leiddu til þess að þátttakendur í […]

Gleðidagur 49: Mmmm matur

Hvítasunnan er fjölmenningarhátíð. Þegar kirkjan varð til mættust ólíkir menningarheimar og fjöldi tungumála. Eitt af því sem hlýtur að hafa verið til staðar þennan örlagaríka dag var margskonar matur. Rétt eins og i stórborgum samtímans. Myndin með þessari bloggfærslu var tekin í uppáhaldsstórborginni Berlín í fyrra. Þegar við erum þar reynum við einmitt að upplifa […]

Gleðidagur 48: Sopinn er góður

Við hófum þennan föstudag á Kaffismiðjunni þar sem við fáum besta kaffið. Þar fáum við líka kaffifræðslu sem er vel þegin. Í upphafi árs vorum við í hópi þeirra sem eru lattelepjandi. Þessa dagana njótum við svonefndrar tvíhleypu. Það er einfaldur espresso og cappucino sem er borinn fram á silfurbakka. Þegar við spurðum hvert væri […]

Gleðidagur 47: Stattu upp

Strákarnir í Bláum Ópal komust ekki áfram til Baku en lagið þeirra var í uppáhaldi á heimilinu í forkeppninni. Textinn er svolítið sniðugur (að undanskildri hráþýddu yrðingunni um að standa upp fyrir sjálfum sér) því þetta er falleg hvatning og pepp. Það eru góð skilaboð til íslensks samfélags í dag. Fyrir nokkrum árum heyrðum við […]

Gleðidagur 46: Bómullarbrúðkaup

Við eigum tveggja ára brúðkaupsafmæli í dag sem samkvæmt hefðinni heitir bómullarbrúðkaup. Brúðkaupsafmælisdagarnir eru sérstakir tyllidagar í árinu og við gerum okkur dagamun með ýmsum hætti. Það er reyndar sérlega gaman að eiga brúðkaupsafmæli á gleðidögum því þá daga er tvöfalt fagnaðarefni. Á fertugasta og sjötta gleðidegi erum við þakklát fyrir hvort annað, börnin okkar […]